Nú á mánudaginn hófst sérstök “Íslensk vika” á vefsvæðinu AmieStreet.com, en hún er halding í samstarfi við Iceland Music Export. Góður fjöldi íslenskra tónlistarmanna skráði lög sín til sölu á síðunni í aðdraganda vikunnar og njóta þeir nú góðs af þeirri athygli sem að þeim er beint gegnum fréttabréf hennar, forsíðu og “Plötu dagsins” dálkinn. Má þar nefna sveitir á borð við Bloodgroup, Reykjavík! og Skáta, raftónlistarmanninn \7oi og sjálfan Jóhann G. Jóhannsson – meðal annarra – en þær hafa hlotið fjölda meðmæla og rokið upp í sölu í kjölfar átaksins.
Athygli skal vakin á því að þeir Íslendingar sem hafa hug á að kynna sér síðuna og versla tónlist gegnum hana njóta sérkjara í vikunni, en með því að slá “kynningarkóðann” ICELAND í þartilgert hólf við nýskráningu hljóta þeir inneign á síðunni í formi dollara og meðmæla (https://amiestreet.com/promo/iceland) . Fjöldi vel þekktra hljómsveita og tónlistarmanna bjóða lög og breiðskífur til sölu á síðunni, má þar nefna nýstirnin Vampire Weekend, Teenagers og The National, auk ellismellanna Jefferson Airplane, Burning Spear o.fl., en oft má nálgast tónlist þeirra á afsláttarverði sökum frjálslegrar verðlagningarstefnu síðunnar.
Um Amie Street
Tónveitan Amie Street hefur vakið mikla athygli frá því til hennar var stofnað fyrir um einu og hálfi ári. Hugmyndin að bak síðunni þykir nokkuð sérstök, en sala á tónlist gengur þannig fyrir sig að verðmyndunin ræðst af vinsældunum. Þetta þýðir að öll lög sem sett eru í sölu á síðunni fyrst um sinn ókeypis – og verð hvers lags hækkar eftir því sem oftar er náð í það, en nær hámarki í 0,98$. Einnig mynda notendurnir með sér samfélög þar sem þeir skiptast á skoðunum um tónlist og mæla með því sem þeim hugnast samkvæmt ákveðnu kerfi, en slík meðmæli valda einnig verðhækkun á tónlistinni.
Þetta einstaka kerfi skilar sér þannig í því að notendurnir fá beina hvatningu til að kynna sér nýja tónlist og geta stundað þá iðju með litlum tilkostnaði, en miklum ávinningi fyrir tónlistarfólk á framabraut. Þess má geta að hugmyndin að sölufyrirkomulaginu kviknaði á ölkrá, þar sem háskólanemar sátu og veltu því fyrir sér hvað myndi gera þá reiðubúna að kaupa tónlist gegnum netið. Fyrirtækið hefur fljótt náð mikilli útbreiðslu og þykir hafa breytt hugmyndum iðnaðarins um stafræna dreifingu á efni, en nýverið opnaði útibú Amie Street í Japan.
Hlekkir:
Nánari upplýsingar um Íslenska daga á Amie Street veitir Anna Hildur Hildibrandsdóttir framkvæmdastjóri IMX í síma 8244371 eða anna@icelandmusic.is